Verulegra fjárfestinga er þörf á Egilsstaðaflugvelli

Verulegra fjárfestinga er þörf á Egilsstaðaflugvelli vegna skorts á viðhaldi á undanförnum árum auk aðgerða svo flugvöllurinn standi undir kröfum sem gerðar eru til fyrsta varaflugvallar Keflavíkurflugvallar, t.d. varðandi flughlað, akstursbraut, yfirlögn á flugbraut og þjónustu.

Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram á síðasta sveitarstjórnarfundi Múlaþings. Þar var jafnframt samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til stjórnar Austurbrúnar að hún beiti sér fyrir skipan aðgerðahóps hið fyrsta, sem hafi það hlutverk að gera tillögur að endurbótum og uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli í samræmi við fyrirsjáanlegar þarfir.

Það var Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar sem kynnti tillöguna og greinargerðina. Þar kemur m.a. fram að samhliða uppbyggingu í laxeldi hafa opnast miklir möguleikar tengdir útflutningi á ferskvöru.

Einnig kemur fram að Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú hafa undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu flugvallarins m.a. annars í tengslum við sóknaráætlun landshlutans og stefnt er að því að auka umferð millilandafarþega um flugvöllinn umtalsvert á næstu árum.

„Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um markaðssetningu og áform ferðaþjónustunnar og fiskútflytjenda á svæðinu með það fyrir augum að kostnaðargreindar hugmyndir um nauðsynlegar endurbætur á þjónustu og mannvirkjum liggi fyrir sem fyrst,“ segir í tillögunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.