Veðrið gengur vart niður fyrr en í kvöld

brimrun1_web.jpgVonskuveður er um nær allt Austurland og illfært. Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður að ráði fyrr en í kvöld.

 

Á Norðausturlandi er ekkert ferðaveður og beðið átekta með mokstur. Ófært er um Mörðudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Hellisheiði og stórhríð á Jökuldal.

Snjóruðningstæki er á leið yfir Vatnsskarð en þar mælist vindur yfir 20 m/s og lítið ferðaveður. Ófært er um Fjarðarheiði en þar er stórhríð. Í Skriðdal er stórhríð og þæfingur. Þungfært er yfir Oddsskarð og skafrenningur og snjóþekja og skafrenningur á Fagradal.

Lítillega er farið að lægja meðfram ströndinni. Á veðurstöðinni í Hamarsfirði mældist 60 m/s vindhviða í gær.

Veðrið gengur ekki niður að ráði fyrr en í kvöld. Hlánað hefur á láglendi en frystir aftur með snjókomu.

Ekkert hefur verið flogið innanlands í dag og hæpið að nokkuð verði flogið til Egilsstaða fyrr en á morgun.

Seinni partinn í gærkvöldi voru björgunarsveitir á Seyðisfirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum kallaðar út. Á Reyðarfirði losnaði þak og á Egilsstöðum klæðning af gróðurhúsi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.