Veiðiþjófar gómaðir á jóladag

hreindyr_web.jpgLögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu tvo veiðiþjófa í gær sem skotið höfðu hreindýr. Þeir sögðust hafa verið á refaveiðum en ekki staðist freistinguna þegar þeir urðu varir við dýrið.

 

Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit. Lögreglan hafði afskipti af bifreið sem í voru menn sem klæddir voru í veiðigalla og „virtust mjög vel útbúnir til veiða,“ að því er fram kemur í frétt frá Löreglunni.

„Þeir kváðust hafa verið við refaveiðar í Hamarsfirði og ekki staðist mátið þegar hreindýrs varð vart.“ Málið telst upplýst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.