Vegrofið skaðar austfirska ferðaþjónustu

asta_thorleifsdottir.jpgRofið á Hringveginum á Suðurlandi hefur orðið til þess að ferðamenn hafa afbókað pantanir á Austurlandi. Þetta segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

Ferðaþjónustuaðildar í Skaftafellssýslum hafa komið fram í fjölmiðlum síðustu daga og líst áhyggjum sínum af tugmilljóna tapi sem kunni að hljótast af afbókunum þar sem ferðamenn komist ekki þá leið sem þeir vilja. Áhrifanna gætir áfram austur eftir.

„Það hefur orðið vart við afbókanir, jafnvel hópa sem voru á malbiksrútum. Það hefur sín áhrif á sölu I gistingu, mat og fleiru,“ sagði Ásta í samtali við Agl.is í dag.

„Þetta fólk snýr þá við á Mývatni eða Jökulsárgljúfrum og fer aftur til baka um Norðurland.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.