Vegfarendur aki með gát undir bröttum hlíðum

Lögreglan á Austurlandi beinir því til vegfarenda að fara með gát eftir að skyggja tekur í kvöld vegna hættu á skriðuföllum. Tryggt verður að Fjarðarheiði haldist opin.

Hættustig tekur gildi á Austurlandi klukkan 18:00 í dag vegna mikillar rigningar á svæðinu. Engar tilkynningar hafa enn borist um skriður hafi fallið á vegi en Vegagerðin fylgist með stöðunni.

Vegfarendur eru hvattur til aðgæslu undir bröttum hlíðum, svo sem við Kambanes, undir Grænafelli, yfir Hólmaháls, um Njarðvíkurskriður og slíka staði.

Þá mun Vegagerðin vakta Fjarðarheiði í nótt og tryggja að hún verði opin.

Mynd: Hafþór Snjólfur Helgason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.