Orkumálinn 2024

Vegagerðin tekur yfir rekstur SvAust

Vegagerðin mun um áramót taka yfir rekstri almenningsvagna á Austurlandi af Strætisvögnum Austurlands (SvAust).

SvAust hefur haldið utan um akstur frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Norðfjarðar, milli Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðar auk Djúpavogs og Hornafjarðar. Akstur á leiðunum var boðinn út í haust á vegum SvAust. Vegagerðin yfirtekur því þá samninga.

Yfirtakan liður í að samþætta almenningssamgöngur á Íslandi því almennisvagnarnir renna inn heildstætt kerfi á landsvísu.

Vegagerðin er með þjónustusamning við Strætó bs. sem heldur utan um tímatöflur, vagnaferla, þjónustu við farþega og farmiðasölu, auk samskipta við rekstraraðila. Í tilkynningu segir að vonast sé til breytingarnar bæti kerfið og feli í sér hagræðingu.

„Það verður engin breyting á fyrsta degi heldur sjáum við hverju fram vindur. Við horfum á þetta sem tveggja til þriggja ára lærdómsferli,“ segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamganga hjá Vegagerðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.