Vefsíða Vopnafjarðar aftur tilnefnd til verðlauna

Nýtt merki Vopna­fjarð­ar­hrepps er tilnefnt í flokki firma­merkja í ár hjá FÍT auk þess sem ný vefsíða sveit­ar­fé­lagsins hlaut tilnefn­ingu fyrir hönnun vefsvæð­isins. Þetta er í annað sinn sem vefsíðan er tilnefnd til verðlauna.

FÍT eða Félags íslenskra teiknara er fagfélag graf­ískra hönnuða í landinu og er eitt 9 aðild­ar­fé­laga Miðstöðvar hönn­unar og arki­tektúrs.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps segir að hönnun bæði byggða­merk­isins og vefsvæð­isins var í höndum hönnuða hjá Kolofon hönn­un­ar­sofu. Sveit­ar­fé­lagið naut leið­sagnar Greips Gísla­sonar við verk­efnið.

Nýtt byggða­merki hreppsins var kynnt síðast­liðið haust þegar nýr vefur leit dagsins ljós. Markmið sveit­ar­stjórnar með nýjum vef og ásýnd að auka upplýs­inga­gjöf til íbúa og gesta þeirra.

Fyrr á árinu hlaut ný vefsíða sveit­ar­fé­lagsins tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna sem besti opin­beri vefurinn.

FÍT-verð­launin verða afhent 14. maí í tengslum við Hönn­un­ar­Mars. “Vopn­firð­ingar allir geta verið stoltir af þessum árangri,” segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.