Orkumálinn 2024

Veðurstofan fundar með Seyðfirðingum í dag

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna á Seyðisfirði með íbúum á fundi klukkan fjögur í dag. Áfram mælist hreyfing á jarðfleka sem varð til þess að níu hús voru rýmd þar á mánudag.

Í tilkynningu almannavarna segir unnið sé að greiningu mælinga eftir rigninga í gær, en eins og Austurfrétt greindir frá í morgun mælist áfram skrið á flekanum.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir síðar í dag. Boðað hefur verið til fjarfundar á Teams klukkan 16:00 í dag þar sem fulltrúar Veðurstofunnar fara yfir stöðuna og svara spurningum.

Fjöldahjálparmiðstöðin í Herðubreið er opin frá 14 til 17 í dag, klukkustund lengur en aðra daga.

Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.

Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.