Veðurblíða í kortunum á Austurlandi

Veðurstofan hefur spáð talsverðri veðurblíðu á Austurlandi næstu dagana. Á kortinu sem fylgir hér með sést staðan á hádegi á fimmtudaginn kemur hvað hita varðar.

Það eina sem skyggir á næstu tvo daga er að gert er ráð fyrir töluverðu roki eða allt að 17 m/s sumstaðar.

Þegar kemur fram á föstudag hefur verulega dregið úr vindinum og hitinn þann dag er mældur í tveggja stafa tölum víða í fjórðungnum. Þannig er t.d. gert ráð fyrir 11 stiga hita og vindraða í kringum 7 m/s á Egilsstaðaflugvelli í glampandi sólskini í hádeginu á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.