Vatnsréttindi: Gróf ríkið undan málflutningi landeigenda með að áfrýja ekki dómi matsnefndar?

karahnjukar.jpgLangflestir einkaaðilar sem eiga vatnsréttindi á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar stóðu saman að kröfugerð um hærri bætur fyrir réttindin. Margar jarðir á svæðinu er í eigu ríkisins sem sætti sig við niðurstöðu matsnefndar. Þetta virðist hafa grafið undan málflutningi landeigenda.

 

Héraðsdómur Austurlands komst á þriðjudag að þeirri niðurstöðu að bætur fyrir réttindin skyldu nema 1,6 milljörðum króna. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu og helstu rök matsnefndar frá árinu 2007.

Ríkið á langstærstan hluta landsins og framkvæmdaaðilann, Landsvirkjun. Í dóminum segir að þar sem eigendur „um það bil 65% af þeim vatnsréttindum sem nýtt voru með Kárahnjúkavirkjun“ hafi ekki verið meðal stefnenda í málinu hafi „mikill meirihluti þeirra þegar fallist á niðurstöðu matsnefndarinnar um endurgjald fyrir þau réttindi sem þeir létu af hendi.“

Dómurinn telur því óraunhæft að horfa algjörlega framhjá þessum viðskiptum en líta aðeins til „mun umfangsminni dæma“ sem landeigendur bentu á um viðskipti um vatnsréttindi.

Dómurinn kemst því meðal annars að því að vatnsréttindin, sem látin voru af hendi til notkunar í Kárahnjúkavirkjun, hafi ekki þekkt markaðsvirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.