Vatnshæð lækkar í borholum

Vatnshæð hefur lækkað í flestum borholum í Neðri-Botnum, ofan Seyðisfjarðar, undanfarinn sólarhring sem gefur merki um að vatnsþrýstingur í hlíðinni sé að minnka. Loks er farið að stytta upp eystra eftir stöðugar rigningar.

Samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands er uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði undanfarna viku 138 mm. og í Neðri-Botnum 171,6 mm. Þurrt hefur verið þar síðan á sunnudagskvöld og í gærkvöldi var óvissustigi vegna skriðufalla á Austfjörðum aflýst. Áfram er þó fylgst náið með stöðunni.

Vatnshæð í öllum borholum nema einni hefur lækkað síðasta sólarhringinn, í þessari einu stendur vatnið í stað. Þetta gefur vísbendingu um minnkandi vatnsþrýsting. Vatnsstaðan er þó enn há og töluvert hærri en þegar úrkomutíðin byrjaði af alvöru fyrir um þremur vikum.

Á morgun er spáð talsverði úrkomu á Suðausturlandi en frekar lítilli rigningu á Seyðisfirði. Síðan er spáð þurru fram yfir helgi.

Vatnshæð í Lagarfljóti hefur haldið áfram að lækka og er rennsli hið minnsta sem mælst hefur síðastliðna 15 daga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.