Varað við vestan stormi á Austfjörðum

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði á morgun. Varað er við vestan stormi sem skellur á síðdegis.


Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á vestan storm, 20-28 m/s. Varasamt fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar.

Ennfremur segir að fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Viðvörunin gildir frá kl. 18 á morgun til miðnættis 26 jan.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að í dag er hálka á Fjarðarheiði, Fagradal og Jökuldal en eitthvað er um hálkubletti á öðrum leiðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.