Varað við hríð í kvöld

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland að Gletting í kvöld og fyrramálið.

Viðvörunin gengur í gildi klukkan 11 í kvöld og stendur til 11 í fyrramálið.

Spáð er norðvestan 10-18 m/s og snjókomu og skafrenningi í kvöld en 18-25 m/s í nótt. Ferðaskilyrði verða því varhugaverð á þessum tíma.

Í fyrramálið dregur úr vindi og úrkomu. Þá er spáð vestan 8-15 m/s og bjartviðri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.