Varað við ferðalögum milli landshluta

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar fyrri leiðbeininga til Austfirðinga um að ferðast ekki milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til.

Ástandið hefur verið gott eystra síðustu tíu daga en ekki hefur greinst nýtt smit frá því þriðjudaginn í síðustu viku. Sá aðili er enn í einangrun vegna smits en auk hans er aðeins einn aðili í sóttkví.

Ástandið er hins vegar ekki jafn gott á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur fjöldi smita hefur greinst síðustu daga hjá fólki sem ekki var í sóttkví. Þess vegna áréttar aðgerðastjórnin fyrri ráðleggingar til Austfirðingar um að leggjast ekki í langferðir að óþörfu.

Þurfi fólk að ferðast er hyggilegt að halda sig fjarri öllum mannfögnuðum eða hópum á þeim svæðum sem heimsótt eru.

Þegar heim er komið þarf að gæta sérstaklega að sóttvörnum til að forðast um að smit geti borist um vinnustaði eða samfélagið í heild.

„Höldum sjó á aðventunni sem öðrum tímum og komumst þannig heil í höfn,“ segir í niðurlagi tilkynningar aðgerðastjórnarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.