Vara við vegablæðingum suður af Fáskrúðsfirði

Milli Fáskrúðsfjarðar og Skeiðarársands er varað við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að mikilvægt sé að draga úr hraða við þessar aðstæður. Skoða dekk og hreinsa með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.

Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða hálka víða en greiðfært með ströndinni. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.