Orkumálinn 2024

Vara við rafmagnstruflunum sunnan Djúpavogs næstu daga

Rarik varar við að rafmagnstruflanir geti orðið í Hamars- og Álftafirði næstu daga vegna seltu á raflínum. Búið er að finna leið framhjá bilun sem olli rafmagnsleysi á Djúpavogi í dag.

Rafmagnið fór út í um klukkutíma á Djúpavogi í dag en komst aftur á um hálf fimm í dag. Loftlína og ekki er hægt að gera við hana fyrr en veðrið á þessum slóðum gengur niður. Þess í stað var tengt framhjá biluninni.

Rarik gaf í morgun frá sér viðvörun vegna mögulegra rafmagnstruflana í Hamars- og Álftafirði næstu daga. Þar situr salt á raflínum eftir sjórok síðustu daga. Slíkar aðstæður eru þekktar, einkum í Hamarsfirði.

Ekki er unnt að hreinsa línurnar og meðan ekki rignir situr seltan á línunum.

Viðgerð í Norðurdal í Breiðdal var frestað í dag vegna veðurs. Til stendur að fara í hana á morgun og er búist við rafmagnsleysi þar milli klukkan 10-13.

Hvassviðrið sem hrellt hefur Austfirðinga síðan á laugardagskvöld virðist ætla ganga hægar niður en búist var við. Björgunarsveitir á Norðfirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi hafa verið að störfum eftir hádegi í dag. Jafnvel er heldur að bæta í syðst á svæðinu, meðalvindhraði í Hamarsfirði frá því rúmlega þrjú í dag hefur verið um 30 m/s og hviður þar slegið í 55 m/s. Vindmælirinn við Streiti virðist hafa fengið nóg upp úr hádegi í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.