Úrskurðir hafa ekki áhrif á laxeldi eystra

Nýir úrskurðir um starfsleyfi fiskeldis á Austfjörðum hafa ekki áhrif á rekstur laxeldir á Austfjörðum. Þeir kunna hins vegar að hafa áhrif á starfsleyfi sem sótt hefur verið um.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi ákvarðanir Umhverfisstonunar um útgáfu starfsleyfa fyrir tvo rekstraraðila eldis á Vestfjörðum. Áður höfðu rekstrarleyfi Matvælastofnunar verið felld úr gildi.

Mefndin telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti

Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Austurfréttar segir að úrskurðirnir hafi ekki áhrif á starfsleyfi sem eru í gildi í Berufirði og Reyðarfirði.

Umsóknir um starfsleyfi í Fáskrúðsfirði og Berufirði sem farið hafa í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Í svarinu segir að úrskurðurinn geti haft áhrif á vinnslu þeirra starfsleyfa. Einnig liggja fyrir umsóknir um eldi í Reyðarfirði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði.

„Eins og segir í yfirlýsingu Umhverfisstofnunar þá er spurningum ósvarað í kjölfar úrskurða og í raun getur verið erfitt fyrir leyfisveitendur að gefa út leyfi samkvæmt þeim kröfum sem úrskurðarnefnd túlkar út úr orðalagi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þetta sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í svarinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar