Uppruni vatns á jörðinni: Aljóðlegur vísindafundur á Breiðdalsvík

breiddalsvik.jpgDr. Karen Meech, stjarnfræðingur við Stjarnlíffræðistofnunina við Hawaii háskólann og Dr. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við Edinborgarháskola, NASA Astrobiology Institute ásamt Breiðdalssetri, Breiðdalshreppi og Hótel Bláfelli standa fyrir vísindalegum vinnufundi á Breiðdalsvík þar sem tuttugu og þrír valinkunnir vísindamenn víðs vegar að úr heiminum leita svara við spurningunni um uppruna vatns á jörðinni.

 

Fundurinn verður haldinn á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík vikuna 5.-9.september 2011.

Uppruni vatns á jörðinni er ein af stóru spurningum vísindanna Þar sem fullnægjandi lausn hefur ekki ennþá fengist. Til þess að lausn fáist þurfum við að hafa upplýsingar um samsætuhlutföll vatnsins áður en jörðin myndaðist. Þau ferli sem réðu mestu um myndun jarðarinnar, hvaðan efniviður jarðar kom úr sólkerfinu og hver sé efnafræðilegur erfðavísir þessara ferla á jörðinni.

Hópurinn mun einnig ræða hvenær og hvernig vatnið kom til jarðarinnar á ártíma hennar og hvers konar umhverfi einkenndi yfirborð jarðar á þeim tíma.

Þetta er flókin saga, sem krefst þverfaglegs skilnings og samvinnu. Heitu reitirnir, Ísland og Hawaii, eru lykilhlekkir í þessari vísindalegu leit vegna þess að eldvirknin þar á sér rætur djúpt í möttli jarðar og því líklegust til þess veita aðgang að sínum sem innihalda upplýsingar um uppruna vatnsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.