Uppbygging í landi fylgir auknu fiskeldi

Fiskeldisfyrirtækin Laxar og Fiskeldi Austfjarða stefna að því að bæta verulega í framleiðslu sína á Austfjörðum á árinu. Þörf er á verulegri uppbyggingu á þjónustu í landi.

Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi sem atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps stóð fyrir síðasta laugardag um fiskeldi.

Fiskeldi Austfjarða hefur verið með eldi í Berufirði frá árinu 2012. Á þessu ári er útlit fyrir að fyrirtækið hátt tvöfaldi framleiðslu sína en það stefnir á að hefja eldi í Fáskrúðsfirði á þessu ári. Á þessum vegum voru alin 5000 tonn af fiski á vegum þess en þau verði 8000 í ár.

Hluti laxaseiðanna sem sett verða út í Fáskrúðsfirði verða ófrjó. Það verður í fyrsta skipti sem ófrjór lax verður ræktaður við strendur Íslands en eftir því hefur verið kallað af ótta við blöndum villtra laxa og eldislax. „Við höfum trú á að hann muni dafna vel á Austfjörðum,“ sagði Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins.

Laxar fiskeldi hófu í nóvember slátrun á fyrstu kynslóð laxa sem aldir hafa verið í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur leyfi til að ala allt að sex þúsund tonn en hefur sótt um leyfi fyrir 18 þúsund. Á fundinum sagði Geir Finnsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, að stækkunaráformum Laxa hefði seinkað vegna tafa við leyfisveitingar.

Fyrirtækið hefur þó vaxið hratt. Árið 2016 var það með tvo starfsmenn en 35 í fyrra. Í ár er útlit fyrir að þeir verði 45.

Geir benti á að þjónusta við fyrirtækin hefði ekki vaxið á sama hraða og þau, enda vart við því að búast. Hann benti á að mikil uppbygging hefði verið í Færeyjum síðustu ár og þar meðal annars komin upp fóðurverksmiðja.

Guðmundur sagði að með vaxandi umsvifum yrðu til fjölbreyttari störf og starfsfólk vantaði með sérhæfða þekkingu. Fyrirtækin hafa til dæmis ráðið til sín erlenda dýralækna til að sinna eftirlit. Þá benti hann að húsnæði skorti á Djúpavogi fyrir starfsfólk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.