Orkumálinn 2024

Uppbygging á Egilsstaðaflugvelli verði sett í forgang

Uppbygging á Egilsstaðaflugvelli sem varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll verður sett í forgang. Mikil þörf er að byggja upp velli sem geta verið opnir ef lokast fyrir umferð um Keflavíkurvöll.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi sem opin er í samráðsgátt stjórnvalda.

Bæði Icelandair og félög flugmanna bentu síðasta vetur á þörf á uppbyggingu varaflugvalla í umræðum um samgönguáætlun til ársins 2033 þegar hún lá fyrir Alþingi síðasta vetur.

Í grænbókinni segir að innviðir þeirra þriggja valla sem séu varaflugvellir fyrir Keflavík, en það eru vellirnir í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri, séu ekki nægjanlega góðir. Talin eru upp flughlöð, brautarlengdir, aðflugsbúnaður, almennt viðhald og eldsneytisaðstaða.

Þá sé flugumferðarstjórn takmörkuð á sumum þeirra, þjónustutímar takmarkaðir og skotrir á búnaði til að þjónusta stórar flugvélar, svo sem stiga-, eldsneytis- og dráttarbílar. Allt þetta gerir það að verkum að þeir hafa ekki þá afkastagetu sem varaflugvellir þurfi.

Umræðan hefur þegar orðið til þess að lagt hefur verið til að varaflugvellirnir verði færðir undir umsjón Isavia að fullu, líkt og völlurinn í Keflavík, og innheimt sérstakt gjald af flugrekundum til að standa straum af varaflugvöllunum.

Í grænbókinni er stigið skrefinu lengra og lagt að það verði forgangsatriði að nýta gjaldið til uppbyggingar á Egilsstöðum. Þar segir að greiningar bendi til að þar þurfi að gera minnst og því hagkvæmast að byrja varavallauppbygginguna þar. Eitt af því sem er Egilsstaðavelli til tekna er að hann er í öðru veðursvæði en völlurinn í Keflavík.

Þá segir í grænbókinni að áherslan eigi að vera á að byggja upp varaflugvelli fremur en fleiri alþjóðaflugvell en í Keflavík. Skýr munur er á þessum tveimur stigum flugvalla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.