Unnið að því að rekja smitið

Smitvarnateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að rekja ferðir einstaklings sem greindur var með covid-19 veiruna á Austurlandi í morgun.

Smitið er hið fyrsta á Austurlandi. Í tilkynningu frá almannavarnanefnd Austurlands kemur fram að viðkomandi sé ekki mikið veikur en í einangrun.

Ekki fást nánari upplýsingar um hinn smitaða, svo sem búsetu, þar sem ekki eru veittar upplýsingar um einstök tilfelli, eða veikindi einstaklinga.

Í tilkynningunni kemur hins vegar fram að samkvæmt hefðbundnu verklagi sé nú unnið að smitrakningu af hálfu smitrakningateymis sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Á grundvelli þess verður síðan ákveðið hvort fleiri einstaklingar þurfi að fara í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.