Orkumálinn 2024

Unnið á kortlagningu mögulegs smits á Reyðarfirði

Grunnskólanum á Reyðarfirði var lokað í dag þar sem upp hafði komið grunur um Covid-19 smit innan hans. Aðgerðastjórn almannavarna vinnur nú að því að kortleggja mögulegt smit. Tveir einstaklingar hafa bæst í einangrun á Austurlandi síðan í gær og eru nú átta talsins þá bættust þrír við í sóttkví og eru nú tólf.


„Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar var ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. Ákveðið var að skima 1-3. bekk skólans og allt starfsfólk og var sú sýnataka á heilsugæslunni á Reyðarfirði kl. 12. Aðrir nemendur skólans, forráðamenn eða ættingjar barna í skólanum sem hafa einkenni sem geta bent til Covid-19 eru einnig hvattir til þess að mæta í sýnatöku í dag. Hægt er að bóka sér sýnatöku á heilsuvera.is og mikilvægt er að mæta með strikamerki tilbúið þegar mætt er í sýnatökuna,“ segir í tilkynningu frá yfirlögregluþjóni á Austurlandi.


„Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að þeir sem sýna einkenni sem geta bent til Covid-19 (hiti, hósti, kvef, hálssærindi og fleira) haldi sig heima og bóki sér tíma í einkennasýnatöku. Reyðfirðingar, sem og aðrir, eru hvattir til að sinna vel persónubundnum sóttvörnum og notfæra sér það sem við höfum lært varðandi smitvarnir,“ segir einnig í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.