Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári

Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.

Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur

Eftir sambandsráðsfundinn var farið með fulltrúa fundarins í kynnisferð um Egilsstaði og þeim sýnd sú aðstaða sem Egilsstaðir hefur yfir að bjóða. Fundarmönnum leist ákaflega vel á íþróttaaðstöðuna og eins og kemur fram á heimasíðu UMFÍ þá eru „aðstæður hinar glæsilegustu og ljóst að ekki mun væsa um keppendur og gesti á mótinu. Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur fyrir keppni í frjálsum íþróttum en á honum fór keppni fram á Landsmóti UMFÍ 2001. Fullkomið íþróttahús er á Egilsstöðum sem og aðstaða til knattspyrnukeppni og sunds. Golfvöllurinn er mjög góður og leit vel út þó komið væri fram í miðjan október."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.