Ungir og róttækir eru enn til í Neskaupstað

Sósíalistarútan hefur verið á ferð um Austurland að undanförnu. Í Neskaupstað tóku á móti henni þeir Benedikt Arnfinnsson og Hlynur Fannar Stefánsson báðir fimmtán ára gamlir. Þetta sýnir að enn eru til ungir og róttækir menn í Neskaupstað sem hafði orð á sér sem vinstri sinnað bæjarfélag hér á árum áður.


Þeir Benedikt og Hlynur eru þeir yngstu sem komið hafa á fundi Sósíalistaflokksins í ferð þeirra um Austurland. Þetta kemur fram í Facebook færslu hjá Guðmundi Auðunssyni félaga í flokknum og einn af áhöfn rútunnar sem er í hringferð um landið.

Guðmundur segir raunar í samtali við Austurfrétt að Benedikt sé yngsti meðlimur flokksins á landsvísu. Guðmundur á sæti í framkvæmdastjórn flokksins.

"Benedikt er tengiliður okkar í bænum. Við sósíalistar vorum auðvitað uppveðruð yfir áhuga unga fólksins á flokknum en það verður að viðurkennast að þessir 15 ára drengir eru þeir yngstu sem mætt hafa á fundina okkar. Og ekki vantaði áhugan og þekkinguna hjá þessum drengjum," segir í færslunni.

"Báðir eiga eftir eitt ár í grunnskóla en stefna síðan á framhaldsnám. Hlynur ætlar sér að verða stjörnukokkur, helst með Michelin stjörnu veitingastað (fylgist með þessum unga manni) og stefnir því í nám í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Benedikt stefnir að öllum líkindum á nám í trésmíði í skólanum í Neskaupstað, gæti tekið stúdentspróf með því námi."

Þá segir einnig að bæði Benedikt og Hlyni er mjög umhugað um að ungu fólki verði tryggt öruggt húsnæði án tillit til efnahags.

Mynd: Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.