Ungir austfirskir bændur stofna félag

Stofnfundur Félags ungra bænda á Austurlandi verður haldinn í safnaðarheimilinu að Hofi í Vopnafirði á morgun og hefst á hádegi.

 

ImageFundurinn hefst hádegisverði og veitingum þar á eftir taka við ávörp gesta en þeir eru, Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður og Helgi Haukur Hauksson formaður Samtaka ungra bænda.

Stofnfundurinn sjálfur verður að loknum ávörpunum. Að honum lokum verður skoðuð ný fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði þar sem starfsmenn munu kynna framleiðsluna fyrir gestum.

Í lok dags verður síðan endað á að fara í gömlu sundlögina í Selárdal þar sem farið verður í sund að Vopnfirskum sið. Í tilkynningu frá undirbúningshópnum eru allir á aldrinum 18-35 ára hvattir til að mæta og taka þátt í gleðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.