Umhverfisstofnun á að auglýsa hreindýrakjöt sem stofnunin selur

hreindyr_web.jpgUmhverfisstofnun ber að auglýsa það hreindýrakjöt, sem henni berst, til kaups. Nokkuð er um að stofnunin fái kjöt af dýrum sem orðið hafa fyrir slysaskotum, flækst í girðingum eða dáið af öðrum ástæðum.
Frá þessu er greint í Austurglugganum sem kom út í gær. Haft er eftir Guðmundi Hannessyni, forstöðumanni ráðgjafasviðs Ríkiskaupa, að reglan sé sú að þegar ríkið selur hlut beri að auglýsa eða kynna með þeim hætti að þeir sem vilja kaupa fái vitneskju um söluna.

Leiðsögumönnum með hreindýraveiðum ber að skila inn hreindýrum sem skotin eru fyrir mistök í verkunarstöðina í Skóghlíð til fláningar. Það kjöt sem þykir í lagi er heilbrigðisstimplað og Umhverfisstofnun hefur selt það kjötvinnslum og veitingahúsum á Austurlandi á markaðsvirði.

Kjötið er aldrei selt þeim sem verða valdir að slysaskotinu þ.e. veiðimanni eða viðkomandi leiðsögumanni. Blaðið hefur eftir starfsmanni Umhverfisstofnunar að ekki hafi borist athugasemdir við þetta ferli en það sé vissulega opið til skoðunar. Aðferðin hefur þótt þægileg þar sem hægt er að seljakjötið fersk og jafnframt komast hjá því að greiða fyrir geymslu á kjötinu. 

„Söluandvirði kjötsins fer svo inn á reikning Umhverfisstofnunar. Hluti af því fer í að borga verkunarstöðinni fyrir fláningu, kælingu og heilbrigðisstimplun. Það fjármagn sem verður eftir er ekki eyrnamerkt neinum sérstökum málaflokkum eða verkefnum,“ skrifar blaðið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.