Umferðarstýring um Almannaskarðsgöng

Umferðarstýring verður á Almannaskarðsgöngunum frá í dag og fram til 26. janúar n.k. vegna viðhalds á göngunum.


Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að beðist er velvirðingar á töfum sem þetta kann að valda.

Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á nokkrum leiðum. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.

Vegfarendur eru áfram beðnir um að vera á verði fyrir vetrarblæðingum milli Fáskrúðsfjarðar og Skeiðarársands.

Mynd: wikipedia.org

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.