Umferðarstýring á Lagarfljótsbrú

Tafir kunna að verða á umferð yfir Lagarfljótsbrú næstu mánuði meðan unnið er að viðgerðum á henni.

Verið er að skipta út timbrinu í brúargólfinu sem eyddist hraðar upp heldur en búist var við. Til að tryggja endinguna verður að auki lagðar járnmottur yfir.

Unnið er á öðrum helmingi brúarinnar í einu. Á meðan vinnuflokkur er á svæðinu er umferðinni stýrt með ljósum. Slökkt er á ljósunum eftir að vinnudegi lýkur en eftir sem áður eru þrengingar og þurfa ökumenn því að fara hægt og varlega.

Umferð verður greiðari um helgar eða þegar ekki viðrar til vinnu á brúnni.

Reikna má með að vinnan og þar með takmarkanirnar, að teknu tilliti til þess sem hér á undan segir, standi fram í febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.