Umferðarslysum á síðasta ári fækkaði hlutfallslega miðað við umferð

Þó umferðarslysum hafi fjölgað lítið eitt á Austurlandi á síðasta ári umfram árið 2021 er þeim hlutfallslega að fækka miðað við stóraukna umferð á svæðinu.

Þetta má lesa úr tölum lögreglunnar á Austurlandi um slysatölur síðasta árs en alls voru 41 umferðaslys tilkynnt til lögreglu það árið. Hefur þeim fjölgað nokkuð frá árinu 2020 þegar skráð slys voru 30 talsins en hér er vert að hafa hugfast að umferð austanlands 2021 og 2022 jókst verulega frá því ári. Slysatíðnin er langt undir því sem var á árunum 2008 til 2018 þegar 50 til 70 slys urðu árlega á austfirskum vegum.

Hegningarlagabrotum hélt áfram að fækka í umdæminu 2022. Meðalfjöldi slíkra mála frá 2018 til 2021 voru 113 en á nýliðnu ár fór fjöldinn niður í 97 mál.

Sömuleiðis eru jákvæð tíðindi er varðar heimilisofbeldismál en slíkum málum fækkaði um 30 prósent á síðasta ári umfram 2020 og 2021 en á móti kemur hefur lögregla á Austurlandi aldrei stöðvað fleiri ökumenn vegna hraðaksturs en á síðasta ári.

Vel hefur tekist að fækka brotum og auka öryggi á vegum á síðustu árum af hálfu lögreglunnar á Austurlandi. Mynd Lögreglan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.