Umferð jókst mest á Austurlandi í maí

Umferðin á Hringveginum jókst mest á Austurlandi eða um rúmlega 23% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á landsvísu jókst umferðin um 8,4% á milli sömu mánaða.


Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar en þar segir að á síðasta ári hafði orðið tæplega 40% samdráttur á Austurlandi í maí miðað við sama mánuð árið á undan. 

Minnst jókst umferð á og í grennd við höfuðborgarsvæðið í maí í ár eða um 5%. Af einstökum mælingum jókst umferð mest á Mýrdalssandi eða um rétt rúmlega 50%. 

Þá segir að það sem af er ári hefur umferð aukist um rúmlega 12% en á sama tíma á síðasta ári hafði safnast upp 15,5% samdráttur. Útlit sé fyrir að í ár geti umferðin aukist um 8% en yrði eigi að síður um 6% minni en árið 2019, sem reyndar var metár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.