Umboð til framsóknar til forystu

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði, segir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu, vera skilaboð um að kjósendur vilji að flokkurinn leiði nýjan meirihluta í sveitarfélaginu.

 

Image„Við hjá Framsóknarflokknum erum mjög ánægð með kosningaúrslitin,“ sagði Stefán Bogi í samtali við agl.is í dag. „Við teljum að þau feli í sér óskorað umboð okkur til handa til forystu og jafnframt ákall um breytingar í sveitarstjórn. Við munum bregðast við þessu kalli.“

Hann vildi ekki tjá sig um myndun meirihluta.

Agl.is greindi frá því í morgun að þreifingar hefðu hafist strax í nótt milli Framsóknarflokksins og Héraðslistans um nýjan meirihluta. Agl.is hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að framsóknarmenn hafi ekki sýnt áhuga á að ræða við Á-listann, sem bætti við sig fylgi og var með framsókn í minnihluta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.