Orkumálinn 2024

Um þrjátíu manns bólusettir til viðbótar

Um þrjátíu Austfirðingar fá í vikunni sína fyrstu umferð af bóluefni við Covid-19 veirunni.

Í gær barst önnur sending af bóluefni Pfizer/BioNTech til landsins. Úr fyrstu sendingunni, milli jóla og nýárs, komu 170 skammtar austur.

Þá var bólusett starfsfólk í framlínu heilbrigðisþjónustu og íbúar á hjúkrunarheimilum. Endurtaka þarf þá bólusetningu eftir að minnsta kosti þrjár vikur og verður það gert nú í vikunni.

Þá fær HSA 34 skammta úr sendingunni sem barst í gær. Þeir verða nýttir til að bólusetja fólk úr næsta forgangshópi sem eru þeir sem njóta þjónustu heimahjúkrunar, sambýla og dagdvalar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.