Orkumálinn 2024

Týna rusl til að heiðra minningu Eyþórs Hannessonar

Á morgun, laugardag, hvetur Múlaþing og þjónustusamfélagið á Héraði alla sem vettlingum geta valdið að drífa sig út og týna rusl á víðavangi til að heiðra minningu Eyþórs Hannessonar.

Dagurinn hefur fengið nafnið Eyþórsdagurinn en Eyþór var ötull náttúruunnandi og eftir var tekið þegar hann hóf fyrir margt löngu að týna rusl samhliða göngu- og hlaupaferðum sínum um Hérað. Vilja margir eigna honum heiðurinn af því að koma af stað plokkmenningu sem yfir sjö þúsund einstaklingar stunda nú reglulega en Eyþór sjálfur, sem lést á síðasta ári, var aldrei hrifinn af plokknafninu. Var Eyþór fyrsti einstaklingurinn sem var heiðraður sérstaklega af hálfu Náttúruverndarsamtaka Austurlands árið 2017 fyrir að vera brautryðjandi í að hreinsa nærumhverfi sitt öllum stundum.

Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að taka þátt á morgun en Múlaþing útvegar bæði ruslapoka til handa öllum sem vilja og sækir allt rusl sérstaklega eftir helgi. Poka er hægt að nálgast á gámasvæðinu á afgreiðslutíma og ruslapoka má skilja eftir í götum þar sem þeir verða sóttir.

Eyþór fór varla fetið utandyra án þess að grípa allt smárusl sem hann kom auga á og koma í lóg á réttum stað. Hans minning heiðruð sérstaklega á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.