Tveir teknir fyrir slagsmál seinustu nótt

logreglumerki.jpgTalsverður erill var hjá lögreglunni á Egilsstöðum seinustu nótt vegna slagsmála við dansleik þar. Björgunarsveitir voru kallaðar út til föstum ferðalöngum á heiðum um jólin. Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni á Eskifirði seinustu nótt.

 

Hjalti Bergmar Axelsson, varðstjóri, segir að í nógu hafi verið að snúast vegna slagsmála og óláta við ballið. Tveir voru handteknir og fluttir af vettvangi. Engar kærur hafa enn verið lagðar fram vegna slagsmálanna. Hann áætlar að tæplega 300 manns hafi sótt ballið, sem sé talsverður fjöldi.

Bifreið fór út af á Háreksstaðaleið í gær í hálku og vindi. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðalanga sem voru á leið yfir Fjarðarheiði á jóladag og höfðu fest bíl sinn í snjó. Þá var björgunarfólk kallað út á Borgarfirði þar sem þakplötur voru að fjúka í óveðrinu.

Lögreglan rannsakar enn orsök elds í ruslageymslu Útgarðar 7 á Egilsstöðum í seinustu viku. Hjalti segir ekkert hafa komið fram sem varpað geti ljósi á upptökin.

Jónas Wilhelmsson, lögreglustjóri á Eskifirði, segir helgina hafa verið ágæta ef frá er talið óveðrið. Allt hafi þó gengið snurðulaust fyrir sig. Ein líkamsárás var á Café Kósý á Reyðarfirði, skemmdarverk á Höfn og talsverður erill hjá lögreglu í umdæminu aðfaranótt mánudags.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.