Tveir lausir úr einangrun

Vika er nú liðin frá því að síðasta covid-19 tilfellið var staðfest á Austurlandi. Tveir þeirra sjö sem settir voru í einangrun eftir að hafa smitast eru lausir úr henni.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Í sóttkví eru 31, 7 færri en í gær.

Þeir voru yfir 200 fyrir viku. Þar á meðal voru 15 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem voru settir í sóttkví eftir að samstarfsmaður þeirra veiktist.

Í samtali við Austurfrétt staðfesti Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, að allir starfsmennirnir væru lausir úr sóttkví og mættu því snúa aftur til starfa af fullu. Enginn þeirra veiktist.

Enn er beðið eftir niðurstöðum úr um 1500 sýnum sem tekin voru á Austurlandi um helgina og mánudag í samstarfi HSA og Íslenskrar erfðagreiningar. Þær verða kynntar um leið og þær berast.

Aðgerðastjórnin vekur enn athygli á að þó tölurnar séu jákvæðar og þróunin í rétta átt sé mikilvægt Austfirðingar haldi vöku sinni fylgi leiðbeiningum í hvívetna, ekki síst um páskana.Í því felst meðal annars að halda sig heima og virða tveggja metra regluna og samkomubann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.