Orkumálinn 2024

Tveir íbúafundir í kvöld

Tveir íbúafundir verða haldnir í fjórðungnum í kvöld. Annars vegar verður fjallað um aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, hins vegar gefst íbúum á Eskifirði tækifæri til að koma spurningum til kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð.

Fundurinn á Vopnafirði verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði og hefst klukkan 17:30. Fundurinn er liður í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Fundargestum verður skipt upp í vinnuhópa sem meðal annars munu ræða um loftslagsmál, landbúnað og skipulag, orkuöflun, nýtingu og verndun náttúru og atvinnumál.

Á Eskifirði standa íbúasamtök staðarins fyrir fundi í Valhöll sem hefst klukkan 20:30. Þegar hefur verið lagður fram listi með ríflega 20 spurningum sem svarað verður á fundinum. Á listanum eru meðal annars stækkun leikskólans, eignaskiptasamningur Fjarðabyggðar við Eskju, nýtt tjaldsvæði, íþróttaaðstaða, sorphirðumál og skipulagsmál.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.