Tveir íbúafundir í dag

Tveir íbúafundir verða haldnir á Austurlandi í dag. Annars vegar í Fljótsdal um vindorku, hins vegar á Eskifirði um ástand íþróttahússins.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur boðað komu sína á fund með Eskfirðingum um ástand íþróttahúss staðarins. Eins og Austurfrétt hefur greint frá hefur borið á miklum lekum þar í haust. Fundurinn verður haldinn í húsinu og hefst klukkan 16.

Íbúafundurinn í Fljótsdal verður haldinn í félagsheimilinu Végarði klukkan 17:00. Þar mun landeigandi fara yfir nýafstaðna skoðunarverð um vindmyllugarð á Spáni, fulltrúar CIP greina frá stöðunni um Orkugarða Austurlands, lögmaður hreppsins fer yfir sjónarmið sveitarstjórnar á fyrirhuguðum vindorkulögum og skipulagsfræðingur ræðir stjórntæki sveitarfélaga við slíkar framkvæmdir sem eru fyrst og fremst skipulag og umhverfismat.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.