Tvær sóttu um skólastjórastöðu á Eskifirði

Tveir umsækjendur eru um stöðu skólastjóra á Eskifirði sem er laus frá upphafi næsta skólaárs. Umsóknarfrestur í tveimur öðrum austfirskum grunnskólum hefur verið framlengdur.

Það eru Sigrún Traustadóttir, umsjónarkennari og Ásta Stefanía Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri sem sækja um en báðar starfa við skólann í dag.

Umsóknarfrestur um tvær aðrar skólastjórastöður rann út í byrjun mánaðarins. Enginn sótti um stöðu skólastjóra Fellaskóla og verður sú staða auglýst aftur með nýjum umsóknarfresti. Þá hefur umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra á Djúpavogi verið framlengdur til 20. apríl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar