Tvær sóttu um skólastjóra Nesskóla

Þrjár umsóknir bárust um tvær stöður skólastjóra í Fjarðabyggð en umsóknarfrestur rann út um helgina.

Karen Ragnarsdóttir Malmquist, aðstoðarskólameistari Verkmenntaskóla Austurlands og Þórdís Sævarsdóttir, skólastjóri Innocent Education, sækja um stöðuna í Nesskóla.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær hefur Eysteinn Þór Kristinsson, núverandi skólastjóri, verið ráðinn til Grindavíkur.

Erla Jóna S. Steingrímsdóttir, kennari við Hvassaleitisskóla, er eini umsækjandinn í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Þar er Jónas Ólafsson að láta af störfum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.