Tvær rjúpnaskyttur gripnar án leyfis

Lögreglan á Austurlandi kannaði um helgina réttindi og leyfi rjúpnaveiðimanna. Flest allir voru með sín mál í lagi en þó ekki allir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að rætt hafi verið við 48 veiðimenn sem verið hafi við veiðar vítt og breitt um landshlutann.

Af þeim voru tveir sem ekki voru með sín mál í lagi og eru mál þeirra til skoðunar hjá lögreglu.

Leyfismál veiðimanna eru meðal þeirra atriða sem lögreglan leggur sérstaka áherslu á í nóvember og eru veiðimenn því hvattir til að hafa sín mál á hreinu áður en haldið er til veiða þannig að ekki þurfi að koma til afskipta lögreglu eða beitingu viðurlaga.

Auk veiðileyfa leggur lögreglan á Austurlandi þessa dagana áherslu á eftirlit með dvalar- og atvinnuleyfum útlendinga og ljósabúnaði ökutækja, einkum aftanívagna, sem oft eru nokkuð ljóslitlir auk ábyrgðartryggingar og skoðunar ökutækja.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.