Tvær milljónir í nýsköpunarverkefni

Pes ehf., sem meðal annars stendur að Krossdal byssuskeftunum, fékk hæsta styrkinn þegar úthlutað var úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs nýverið. Alls var tveimur milljónum úthlutað til sjö verkefna að þessu sinni.

Úthlutað er úr sjóðnum árlega en hann er í umsjón atvinnu- og menningarnefndar sveitarfélagsins.

Hæsti styrkurinn, 650.000, féll í hlut Pes ehf. sem hefur komið að markaðssetningu Krossdal byssuskeftanna. Sölumenn fyrirtækisins hafa undanfarna mánuði farið á erlendar kaupstefnur til að koma skeftunum á framfæri.

Inga Rós Unnarsdóttir fékk næst hæsta styrkinn 400.000 krónur, en hún hefur getið sér góðs orðs fyrir að lita garn.

Þá fékk Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 300.000 krónur til landvörslu og úttektar á tveimur gönguleiðum. Félagið stóð síðasta sumar fyrir landvörslu í tilraunaskyni á Víknaslóðum, en einstakt er að einkaaðilar taki að sér slíkt verkefni.

Aðrir styrkir eru sem hér segir:
Bókakaffi Hlöðum, útimarkaður: 250.000
Bókstafur, ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland – tindar og toppar: 250.000 kr.
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, hönnunarvara úr austfirsku hráefni, 100.000
Garður ráðgjöf / Eignaumsýsla ehf., mannauðsráðgjöf: 50.000.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.