Tvær litlar spýjur úr Bjólfi

Tvær litlar skriður hafa runnið úr fjallinu Bjólfi sem gnæfir yfir norðanverðum Seyðisfirði. Búist er við skúrum fremur en stöðugri úrkomu þar næsta sólarhringinn.

Þetta kemur fram í frétt frá Veðurstofu Íslands. Skriðurnar komu í ljós við athugun á svæðinu í morgun. Þær fóru í farvegi.

Eins hefur orðið hreyfing á skriðusári sem er ofan Botnahlíðar 17 frá því í desember 2020. Það hús skemmdist verulega þá en hefur síðan verið lagfært. Skriðurnar sem féllu þá voru allar í sunnaverðum firðinum.

Úrkoma yfir helgina á Seyðisfirði er komin í yfir 100 mm.. Áfram er spáð rigningu næsta sólarhringinn en vonast til að hún verði í formi skúra. Fylgst er með vatnshæð í borholum og vonast til að hún lækki frekar á næstu klukkutímum.

Á Héraði heldur vatnsyfirborð Lagarfljóts áfram að hækka. Á þremur tímum eftir hádegi í dag hækkaði það um 7 sm. við Lagarfljótsbrúna og hefur því hækkað um tæpa 40 sm. síðan á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.