Tvö mengunarslys í Norðfjarðarhöfn á stuttum tíma

nesk.jpgÚrgangur frá skipum og fiskimjölsverksmiðju hafa tvisvar á skömmum tíma farið í höfnina á Norðfirði.  Heimamenn eru óánægðir með uppsögn Umhverfisstofnunar á þjónustusamningum við Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) um eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum.

 

Þann 21. september fór blóðvatn í höfnina þegar byrjað var að landa úr togaranum Vilhelm Þorsteinssyni en slanga rofnaði um borð í skipinu. Seinni hluta ágústmánaðar urðu mannleg mistök í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar þess valdandi að fita barst í umhverfið og olli grútarmengun.

Umhverfisstofnun hefur sagt upp samningum um að HAUST fari með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og förgun úrgangs frá og með áramótum. Heilbrigðisnefnd vill að ákvörðunin verði dregin til baka eða óskað eftir öðrum verkefnum frá stofnunni í staðinn.

Er það mat nefndarinnar að minni staðþekking eftirlitsmanna og meiri fjarlægð frá verkefnum bæti hvorki þjónustu né viðbragðshraða vegna mengunarslysa fyrir utan að kostnaður fyrirtækja hækki frá því sem nú er.

Undir þetta tekur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar sem mótmælir ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í bókun nefndarinnar er bent á að þessi tvö nýlegu dæmi sýni nauðsyn þess að eftirlitið sé í heimabyggð. Snör viðbrögð hafi náð að afstýra verri afleiðingum. Með ákvörðuninni sé verið að flytja störf af svæðinu sem sé í andstöðu við yfirlýsingar stjórnvalda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.