Tuttugu ný smit á Austurlandi

Tuttugu einstaklingar mældust með Covid-smit á Austurlandi síðasta sólarhringinn en flest smit mældust á Reyðarfirði og í Neskaupstað.

Aðgerðanefnd Almannavarna metur það svo að líklegt sé að fleiri smit greinist austanlands næstu dægrin enda er töluverður fjöldi fólks enn í sóttkví. Það sé því mikilvægt sem fyrr að íbúar fari í sýnatöku af minnsta tilefni ef einkenni koma í ljós eða grunur leikur á smiti.

Nýjar reglur hafa tekið gildi varðandi sóttkví þríbólusettra einstaklinga og eins þeirra sem hafa verið bólusettir tvívegis og hafa jafnað sig af staðfestu smiti. Það gildir þó almennt ekki um börn á grunnskólaaldri en þau ekki verið þríbólusett. Sama gildir um yngsta aldurshópinn, 5 til 11 ára, sem er rétt að hefja fyrri bólusetningu.

Vegna áhrifa farsóttarinnar hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands þurft að grípa til mjög hertra aðgerða til að verjast þjónusturofi, en nokkrir starfsmenn HSA og aðrir sem í umboði HSA sinna sýnatöku hafa ýmist lent í einangrun eða sóttkví. Stofnunin hefur því gripið til þess ráðs að eiga símtal við alla þá sem óska þjónustu heilsugæslunnar áður en ákveðið er hvort viðkomandi komi inn á starfsstöð HSA. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.