Orkumálinn 2024

Tugmilljóna tap á Seyðisfirði árum saman: Ársreikningar langt frá áætlunum

sfk_tap20022010.jpgSamanlagt tap á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar frá árinu 2002 nemur tæpum 680 milljónum króna. Skoðunarmenn segja það alvarlegt umhugsunarefni hversu fjarri áætlunum ársreikningur síðasta árs var. Ný lán eru tekin á hverju ári til að standa skil af eldri afborgunum.

 

„Niðurstaða ársreiknings sem fellur svo langt frá fjárhagsáætlun gefur í sjálfu sér tilefni til athugasemda og er alvarlegt umhugsunarefni m.a. hvort grundvöllur áætlanagerðar sé raunhæfur og ef svo er, hvernig standi þá á svona miklum frávikum,“ segir í skýrslu skoðunarmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar, þeirra Sigurðar Gunnarssonar og Jóhanns Jónssonar, um ársreikning ársins 2010.

Sveitarfélagið tapaði 70 milljónum króna á seinasta ári. Veltufé frá rekstri var neikvætt. Það þýðir að erfitt verður að fjármagna framkvæmdir og borga niður lán enda voru ný lán tekin fyrir 123 milljónir króna. Afborganir af lánum námu 58 milljónum króna.

Frávikin eru mest í launakostnaði og í liðnum „annar rekstrarkostnaður, 40 milljónir á hvorum lið. Laun sveitarfélagsins voru áætluð 280 milljónir en urðu 320 milljónir. Annar rekstrarkostnaður var áætlaður 220 milljónir en varð rúmar 265 milljónir. Frávikið í heildaráætluninni er upp á 16% sem viðmælendur Agl.is segja frekar mikið fyrir ekki stærri áætlun.

Í skýrslu sinni taka skoðunarmennirnir saman lykiltölur úr ársreikningum frá 2002-2010. Samanlagt tap sveitarfélagsins á þessum tíma eru tæpar 680 milljónir króna. Mest var það árið 2008, 140 milljónir og 132 milljónir árið eftir.

Afborganir af lánum hafa nær tvöfaldast seinustu ár. Árið 2007 námu þær 37 milljónum en gert er ráð fyrir að þær verði tæpar 82 milljónir í ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.