Tugir kinda enn á fjalli frá Stórhóli

Enn er fé á fjalli innan við og frá bænum Stórhóli í Álftafirði. Á annað hundrað kinda tókst að smala þar fyrir jól.

lomb.jpg

Heimildamenn Agl.is segja að enn séu nokkrir tugir kinda á fjalli frá Stórhóli. Um 30-40 kindur hafi sést þar á vappi í kringum áramótin og fleiri séu mögulega úti.

Eftir þrýsting yfirvalda var smalað þar hátt í 200 kindum um miðjan desember. Agl.is hefur áður greint frá því að ábúendur hafi komist hjá vörslusviptingu með því að flytja 160 kindur á bæ í Hornafirði.

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, staðfesti í samtali við Agl.is að hann hefði hemildir fyrir því að enn væri fé á fjalli. Hann sagðist ekki viss um hversu margt fé gengi enn laust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.