Orkumálinn 2024

Átta bjóða sig fram hjá Samfylkingunni

samfylkingin.jpg
Átta einstaklingar bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út um helgina. Kosið er í sex efstu sætin á framboðslista fyrir komandi þingkosningar.

Tveir Austfirðingar eru á listanum. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa í Fjarðabyggð og Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður á Egilsstöðum. Báðar bjóða sig fram í annað sætið.

Aðrir frambjóðendur eru: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir sjúkraliði á Akureyri í 4. – 6. sæti. Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur á Akureyri í 3. - 4. sæti, Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari á Húsavík í 3. - 6. sæti, Kristján L. Möller, alþingismaður Siglufirði í 1. sæti, Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Akureyri 1.-3. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður Þingeyjarsveit 1. - 6. sæti.

Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember n.k. Aðeins skráðir flokksmenn geta tekið þátt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.