Tryggvi Þór: Niðurskurður hjá HSA hneisa

ImageTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að boðaður niðurskurður hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé nokkuð sem ekki megi rætast.

 

Boðaður hefur verið fjórðungsniðurskurður á rekstri HSA sem í dag kostar um tvo miljarða króna. Fleiri heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru á leið undir niðurskurðarhnífinn, til að mynda er rekstrarfé til heilbrigðisstofnunar Þingeyinga dregið saman um helming.

„Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni er algjör hneisa. Það er verið að minnka þjónustu við landsbyggðarfólk án fyrirvara og það má ekki verða,“ segir Tryggvi Þór í samtali við Agl.is.

Tryggvi segist vongóður að með öflugri baráttu séð hægt að endurskoða þessar ákvarðanir. „Ég hef og mun beita mér af alefli gegn þessari goðgá. Ég hef góðar vonir um að það verði hægt að snú þessu við.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.