Trukkar með búnað Sheerans með Norrænu

Átta flutningabílar með tengivagna, hlaðnir búnaði frá tónleikum enska tónlistarmannsins Ed Sheeran, voru meðal þeirra farartækja sem fóru um borð í Norrænu sem sigldi frá Seyðisfirði í morgun.

Trukkarnir voru rækilega merktir KB Events, bresku fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að flytja allan þann búnað sem til þarf við tónleikahald milli staða.

Fyrirtækið hefur þjónustan Sheeran í meira en tvö ár, þar með alla Divide-tónleikaferð hans sem staðið hefur síðustu tvö ár. Af fyrri viðskiptavinum KB Events má nefna hljómsveitina Radiohead og stærstu tónlistarhátíðir Breta, þar á meðal Glastonbury.

Sheeran hélt tvenna tónleika í Reykjavík um síðustu helgi. Hæpið er að trukkarnir verði komnir til Leeds þar sem hann heldur tvenna tónleika um helgina en þeir gæti náð til heimaborgar hans, Ipswich, þar sem tónleikaferðinni lýkur með fernum tónleikum eftir tíu daga.

Afgreiðsla Norrænu gekk annars vel. Með henni komu um 300 farartæki og 600 farþegar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.