Treg makrílveiði en samfelld vinnsla

Vinnsla makríls hjá Síldarvinnslunni (SVN) í Neskaupstað hófst um síðustu mánaðarmót en hún hefur gengið vel þrátt fyrir að veiðin hafi verið treg hingað til.

Alls hafa skip landað sjö þúsund tonnum af makríl og von á þrettán hundruð tonnum til viðbótar í dag að því er fram kemur á vef SVN en öll veiði fer fram í Síldarsmugunni.

Fimm skip landa aflanum hjá SVN og það er sérstakt samstarf þeirra millum sem gerir að verkum að vinnsla hráefnisins er samfelld í fiskiðjuverinu í Neskaupstað þrátt fyrir litla veiði. Samstarfið gengur út á að afla allra skipanna er landað í eitt sem svo siglir til hafnar meðan hin halda áfram veiðum. Þannig sigla ekki mörg skip með lítinn afla langa leið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.